Erlent

Enn ekki sátt um mexíkósku forsetakosningarnar

Lopez Obrador
Lopez Obrador MYND/AP

Mexíkóski forsetaframbjóðandinn Lopez Obrador, sem beið lægri hlut fyrir Felipe Calderon með aðeins ríflega hálfs prósents mun 2.júlí síðastliðinn, segist nú hafa óhrekjanlegar sannanir á myndbandi fyrir kosningasvindli. Hann hefur nú lagt fram 900 blaðsíðna kæru þar sem ýmislegt ólöglegt athæfi í kosningabaráttunni og á kjördag er tíundað.

Lopez Obrador hefur nú krafist þess að öll atkvæði verði handtalin á ný og hefur hvatt Mexíkóa til mótmæla á götum úti ef ekki verði orðið við kröfum hans um endurtalningu.

Strax eftir kosningarnar lýstu báðir efstu frambjóðendurnir yfir sigri en Lopez Obrador hyggst ekki sæta því að hinum verði dæmdur sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×