Innlent

Kaupahéðnar kaupa jarðir undir sumarhús

Fjársterkir kaupahéðnar hafa að undanförnu keypt jarðir, þar sem bændur hafa leigt fólki skika undir sumarhús á hóflegu verði. Í kjölfarið er leigan margfölduð eða sumarhúsaeigendum boðinn skikinn til sölu á uppsprengdu verði.

Suðurland og Borgarfjörður, þar sem meirihluti sumarhúsa landsmanna er, eru vinsælust hjá kaupahéðnum og dæmi eru um að verð á jörðum þar hafi fjór- og fimmfaldast á aðeins tveimur árum.

Fjölmargir hafa tekið þátt í þessum uppkaupum, fyrirtæki eru iðulega stofnuð í kringum kaupin, sem svo ganga kaupum og sölum. Um er að ræða stórar fjárhæðir og það er gróðasjónarmið sem ræður, ekkert annað.

Sveinn segir sumabústaðaeigendur hringja grátandi á skrifstofu samtakanna, fullorðið fólk sem hefur átt sumarhús áratugum saman og ætti að mati margra að hafa forkaupsréttinn. Sá réttur er einfaldlega ekki virkur í þessu umhverfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×