Innlent

Öllum öryggisreglum fylgt

Forseti Félags íslenskra akstursíþróttamanna segir öllum öryggisreglum hafa verið framfylgt í Íslandsmótinu í rallý um helgina þar sem fjórir menn slösuðust. Slysin eru með þeim alvarlegustu sem orðið hafa í sögu rallaksturs hér á landi.

Slysin áttu sér stað í fjórðu umferð Íslandsmótsins í ralli sem fram fór í Skagafirðinum síðastliðinn laugardag. Í öðru tilvikinu braut ökumaðurinn hryggjarlið og þurfti að gangast undir aðgerð. Hann er á batavegi en er enn á spítala. Í hinni bifreiðinni var núverandi Íslandsmeistari í rallakstri, Sigurður Bragi Guðmundsson, við stýrið. Hann brákaði bæði hryggjarliði og rif. Aðstoðarökumenn í báðum bílum hlutu einnig meiðsl en þó ekki jafn alvarleg.

Forseti Landssambands íslenskra akstursíþróttamanna segir óhöpp óhjákvæmilega fylgja í íþróttagreinum þar sem keppt er í hraðakstri.

Garðar segir öllum öryggisreglum hafa verið framfylgt í keppninni um helgina, eins og ávallt sé gert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×