Innlent

Fyrstu kerin að komast í gagnið

Fyrstu kerin í kerskála þrjú í Álverinu í Straumsvík verða tekin í notkun um eða eftir næstu helgi en engin framleiðsla hefur verið í kerskálanum eftir alvarlega bilun sem varð í júní. Stefnt er að því að fjörutíu ker af 160 verði komin í notkun fyrir verslunarmannahelgi.

Mikið tjón varð í Álverinu í Straumsvík vegna bilunar í spennum aðveitustöðvar, fyrir um þremur vikum, sem olli því að ekkert rafmagn komst á kerin í níu klukkustundir. Bilunin varð í kerskála þrjú þar sem fjörtíu prósent álframleiðslunnar hefur verið. En nú styttist í að einhver framleiðsla í kerskálnum hefjist að nýju.

Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir ákvörðun hafa verið tekna um að vanda verka frekar að hraða viðgerðum svo þær verði varanlegar. Ekki hefur verið hægt að standa alla gerða samninga um afhendinu á áli.

Systurfélög Alcan hafa hlaupið undir bagga til að halda skaðanum í lágmarki. Ljóst er að sala Landsvirkjunar á raforku til Alcan hefur dregist saman vegna þessa.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×