Innlent

Íbúðalánasjóður hækkar húsnæðisvexti

Íbúðalánasjóður hefur hækkað húsnæðisvexti sína um 0,1 prósent og eru þeir nú 4,95 prósent. Þetta er gert eftir útboð á íbúðabréfum sem haldið var í fyrradag að því er fram kemur í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði til Kauphallar Íslands. Húsnæðisvextir Íbúðalánasjóðs eru nú hærri en allra þriggja stóru viðskiptabankanna og SPRON. 4,90 prósenta vextir eru af íbúðalánum SPRON, Glitnis og Landsbankans en 4,75 prósenta vextir af íbúðalánum KB banka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×