Innlent

Umræðufundur um þjónustuskipun ESB

BSRB hefur boðað til umræðufundar, fimmtudaginn 6. júlí, um þjónustuskipun ESB, opnun vinnumarkaðarins og stöðu verkalýðshreyfingarinnar í Austur Evrópu. Gestir funarins eru forystumenn Alþjóðasamtaka starfsmanna í almannaþjónustu (PSI), þeir Alan Leather sem hefur verið ábyrgur fyrir málum heilbrigðisgeirans innan PSI og Jürgen Buxbaum, framkvæmdastjóri Evrópudeildar PSI. Til umfjöllunar verða áhrif alþjóðavæðingar á kjör og réttindi launafólks bæði í þeim löndum sem vinnuafl streymir til og þjónustusamningar beinast að og eins hver áhrifin eru í hinum löndunum sem sjá á eftir vinnuafli sínu úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×