Innlent

Fiskiskipi siglt á bryggjukantinn í Grindavíkurhöfn

Engan sakaði þegar fiskiskipið Tjaldanes GK 525, sigldi fyrir nokkru afli á bryggjukant í Grindavíkurhöfn um sexleytið í gærkvöldi.

Skipið, sem er 240 tonn að stærð, var að koma úr róðri og hugðist skipstjórinn leggja að bryggju, en afturábak gírinn bilaði með þeim afleiðingum að báturinn sigldi beint á bryggjuna.

Talsverðar skemmdir urðu á skipinu og einhverjar á bryggjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×