Sport

Collazo heimtar annan bardaga

Bardagi Hatton og Collazo var í beinni útsendingu á Sýn og var hin besta skemmtun
Bardagi Hatton og Collazo var í beinni útsendingu á Sýn og var hin besta skemmtun NordicPhotos/GettyImages

Bandaríkjamaðurinn Luis Collazo hefur farið fram á annan bardaga við Ricky Hatton, en sá síðarnefndi sigraði í titilbardaga þeirra í Boston um liðna helgi. Don King, umboðsmaður Collazo, segir að Hatton skuldi stuðningsmönnum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum annan bardaga.

"Hann lofaði mér að mæta mér aftur og nú er kominn tími til að standa við það," sagði Collazo, sem kom nokkuð á óvart á laugardaginn og veitti Hatton líklega mestu keppni sem hann hefur fengið til þessa.

"Þetta var gríðarlega jafn bardagi og sigurinn hefði í raun geta lent hvoru megin sem var. Því held ég að Hatton ætti að samþykkja að berjast aftur við Collazo, því það er honum fyrir bestu að sýna að hann geti unnið yfirburðasigur," sagði Don King.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×