Lífið

Datt niður úr pálmatré

Mynd/AP

Rokkarinn aldni Keith Richards hefur verið lagður inn á sjúkrahús á Nýja Sjálandi, eftir að hann fékk heilahristing í fríi á Fiji eyjum. Fríið hjá Richards virðist ekki bara hafa einkennst af rólegheitum, því að fyrst hrundi hann niður úr pálmatré og skömmu síðar lenti hann í árekstri á sjóskíðum. Allt þetta brölt varð til þess að hann fékk vægan heilahristing og ekki þótti á annað hættandi en að flytja gítarleikarann á sjúkrahús.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.