Sport

Harewood skaut West Ham í úrslitin

Marlon Harewood var hetja West Ham í dag.
Marlon Harewood var hetja West Ham í dag. Getty

Marlon Harewood kom West Ham yfir með glæsilegu marki á 78. mínútu í undanúrslitaleiknum gegn Middlesbrough og þar við sat. Boro átti meira í leiknum og sóttu án afláts eftir að West Ham komst yfir og áttu nokkur ákjósanleg færi en fótaskortur fyrir framan markið varð þeim að falli. Það eru því liðsmenn West Ham sem leika gegn Liverpool á Þúsaldarvellinum þann 13. maí.

Til mikils var að vinna í leiknum í dag því að sigurvegarinn átti víst sæti í UEFA keppninni að ári, þar sem Liverpool hafa tryggt sér Meistaradeildarsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×