Sport

Forráðamenn Renault biðja Fisichella afsökunar

Fisichella var hundsvekktur út í yfirmenn sína eftir klúðrið um helgina
Fisichella var hundsvekktur út í yfirmenn sína eftir klúðrið um helgina NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Renault í Formúlu 1 hafa beðið ökuþórinn Giancarlo Fisichella afsökunar á því að hafa skaffað honum illa búinn bíl í keppni helgarinnar í Barein, þar sem Fisichella þurfti að hætta keppni eftir aðeins 21 hring vegna leka í vökvakerfi bílsins.

"Við höfum beðið hann afsökunar á því að hafa sent hann í keppni á bíl sem var ekki í nógu góðu standi," sagði Pat Symonds, liðsstjóri í dag. "Hann ók mjög vel í keppninni, en góð frammistaða hans var til einskis vegna bilunar í bílnum."

Fisichella lét félaga sína í liðinu heyra það í talstöð sinni í bílnum á meðan á keppninni stóð og var hreint ekki sáttur við niðurstöðuna. "Ég var gríðarlega óheppinn allt árið í fyrra og svona byrjun var alls ekki það sem ég var að vonast eftir á nýju tímabili," sagði Fisichella hundfúll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×