Innlent

Lækkun á innkaupsverði lyfja hefur ekki skilað sér

Lækkun á innkaupsverði lyfja hefur ekki skilað sér í sama mæli til almennings og til ríkisins, vegna vaxandi fákeppni á lyfsölumarkaðnum, að mati Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Ástu Möller alþingismanns þar sem hún spurði um þróun heildsöluverðs lyfja til almennings eftir að heilbrigðisráðhera gerði samkomulag við Félag Íslenskra stórkaupmanna og Actavis fyrir hálfu örði ári.

Í því fólst að færa heildsöluverð lyfja hér á landi niður í meðaltal á hinum norðurlöndunum. Verulegur árangur hefur orðið af þessu samkiomulagi varaðndi innkaup ríkisins til heilbrigðisþjónustunnar að söng ráðherrans. En hvernig lækkunin hefur nýst hinum almenna lyfjakaupanda segir í svari ráðherra að umrædd verðlækkun hafi ekki skilað sér í sama mæli til neytenda, meðal annars vegna þess að lyfsalar hafi brugðist við verðlækkunum með því að draga úr afslætti sem þeir gáfu sjúklingum áður, og í sumum tilvikum hafi lyf til einstaklinga beinlínis hækkað, þrátt fyrir lækkað heildsöluverð. Einnig kemur fram í svarinu að nefnd, sem vinnur að stefnumörkun í lyfjamálum, sé sérstaklega að fjalla um fákeppnina.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×