Innlent

14 ára stúlka tekin undir stýri

Frá Selfossi
Frá Selfossi MYND/E.Ól.

Lögreglan á Selfossi stöðvaði bíl skammt utan við bæinn í nótt við venjubundið eftirlit og kom þá í ljós að þar um borð var allt í ólagi. Ökumaður var 14 ára stúlka og þess vegna að sjálfsögðu réttindalaus. Bílnum hafði hún stolið af foreldrum sínum og ofan á allt er hún grunuð um ölvun. Ekki er ljóst hversu lengi hún hafði verið á ferðinni, en bíllinn er óskemmdur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×