Sport

Allt eftir bókinni

Stephen Clemence tæklar Luke Chadwick hressilega í dag.
Stephen Clemence tæklar Luke Chadwick hressilega í dag. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Úrslitin í ensku bikarkeppninni hafa verið eftir bókinni það sem af er degi en tveimur leikjum af fjórum er nú lokið. Middlesbrough vann Preston og Birmingham lagði Stoke en úrvalsdeildarliðin gerðu þó aðeins eitt mark hvort.

Aðeins eitt mark leit dagsins ljós hjá Stoke og Birmingham en það skoraði Finnski sóknarmaðurinn Mikael Forssell. Jermain Pennant tók horn sem Martin Latka skallaði áfram á fjærstöngina þar sem Forssell beið og potaði knettinum yfir línuna.

Middlesbrough vann Preston 2-0 en Nígeríumaðurinn Yakubu fór á kostum í leiknum og skoraði bæði mörk Boro. Fyrra markið gerði hann með glæsilegu skoti fyrir utan vítateig en það síðara með skalla eftir aukaspyrnu frá Stewart Downing.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×