Sport

Grindvíkingar bikarmeistarar

Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga.
Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga. Fréttablaðið/Stefán
Grindavík eru bikarmeistarar karla eftir að hafa lagt granna sína í Keflavík í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. Leikar fóru 93-78 fyrir Grindavík.

Grindvíkingar voru yfir nánast allan leikinn og náðu fljótlega forskoti sem Keflvíkingum tókst einfaldlega aldrei að brúa. Grindvíkingar höfðu 10-20 stigum yfir en aðeins einu sinni náðu Keflvíkingar að minnka muninn niður í eins stafs tölu, í níu stig í þriðja leikhluta.

Hart var barist í leiknum og bæði lið misstu þrjá menn útaf með fimm villur sem segir sitt um hörkuna í leiknum þar sem ekkert var gefið eftir. Keflvíkingar reyndu örvæntingafullar tilraunir til að jafna leikinn en gerðu of mörg mistök, Grindvíkingar gengu á lagið og kláruðu leikinn sannfærandi.

Mikil stemmning var í Höllinni og stuðningsmenn beggja liða öskurðu sig hása og studdu vel við bakið á sínum liðum. Þetta er fjórði bikarmeistaratitill Grindvíkinga en hann unnu þeir síðast árið 2000.

Stigahæstu menn:

Grindavík:

Jeremiah Johnson - 26

Helgi Jónas Guðfinnsson - 23

Keflavík:

A.J. Moye 20

Gunnar Einarsson 16




Fleiri fréttir

Sjá meira


×