Erlent

Fjöldi manns mótmælti áætlun ráðamanna á Hahítí

Um fjögur hundruð mótmælendur gengu um götur fátækrahverfisins Cæt Solei á Haítí í gær til að mótmæla þeirri áætlun ráðamanna að flytja kjörstaði í forsetakosningunum sem fram undan eru í landinu út fyrir hverfið. Skotbardagar eru nánast daglegt brauð í hverfinu, og þá oftast á milli glæpaklíka og friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem mannrán eru afar tíð. Íbúar Cæt Solei eru langflestir fylgismenn Lavalas-hreyfingarinnar, sem hliðholl er fyrrverandi forseta landsins, Jean Bertrand Aristide, sem fór í útlegð árið 2004. Íbúarnir fullyrða að með því að hafa enga kjörstaði í hverfinu sé verið að reyna að færa öll völd í landinu til hástéttarinnar því nánast sé ógerlegt fyrir þá að kjósa utan hverfisins þar sem þeir séu nánast undantekningalaust handteknir að ástæðuælausu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×