Erlent

Ellen Johnson-Sirleaf sver í dag embætti forseta

Ellen Johnson-Sirleaf
MYND/AP

Ellen Johnson-Sirleaf sver í dag embættiseið sem forseti Líberíu, en hún er fyrst afrískra kvenna til að gegna leiðtogahlutverki í landi sínu. Búist við fjölmörgum háttsettum gestum frá öðrum Afríkuríkjum og ríkjum víða um heim á embættistökuna í höfuðborginni Monróvíu en mikill viðbúnaður er vegna hennar. Sirleaf hefur sagt það markmið sitt að endurvekja von í landinu, en innviðir samfélagsins í Líberíu eru molum eftir áralanga borgarastyrjöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×