Erlent

Forseti Írans segir þjóð sína ekki þurfa kjarnorkuvopn

Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti.
Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti. MYND/AP

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði á blaðamannafundi í dag að þjóð sín þyrfti ekki á kjarnorkuvopnum að halda. Einungis þær þjóðir sem leysa vildu deilur með átökum þörfnuðust slíkra vopna.

Voldugustu ríki Vesturlanda hafa hótað að kæra Írana fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eftir að þeir hófu úranvinnslu á ný í vikunni. Íranar segjast einungis ætla að þróa kjarnorku í friðsamlegum tilgangi eins og alþjóðasáttmálar heimila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×