Innlent

Fylgja siðareglum Blaðamannafélagsins

Ritstjórn DV mun hér eftir fylgja siðareglum Blaðamannafélags Íslands segir Björgvin Guðmundsson, annar tveggja nýráðinna ritstjóra blaðsins. Hann segir að í framtíðinni verði lögð meiri áhersla en verið hefur á að segja fréttir af stjórnmálum og viðskiptum.

Björgvin var gestur í Fréttavaktinni eftir hádegi á NFS. Björgvin er stjórnarmaður í Blaðamannafélagi Íslands og var meðal þeirra sem samþykktu ályktun þar sem skorað var á ritstjórn DV að fylgja siðareglum Blaðamannafélagsins. Það var gert eftir frétt blaðsins um kærur á hendur karlmanni á Vestfjörðum fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn ungum piltum og sjálfsvíg hans að morgni dagsins sem blaðið kom út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×