Undirskriftalistar til að mótmæla ritstjórn DV 11. janúar 2006 20:00 Mál málanna í dag hefur verið umfjöllun DV um grunaðan kynferðisbrotamann, sem svipti sig lífi eftir að blaðið hafði samband við hann. Lögreglan á Ísafirði hefur ekki ákveðið hvort rannsókn á meintu kynferðislegu ofbeldi hans gegn tveimur unglingspiltum verði haldið áfram, þótt hann sé látinn. Lögmenn segja rannsókninni þó sjálfhætt samkvæmt íslenskum réttarreglum. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við í dag sögðu að rannsókn málsins væri sjálfhætt samkvæmt íslenskum réttarreglum þar sem maðurinn væri fallinn frá. Lögreglan á Ísafirði sagði hinsvegar að engin ákvörðun lægi fyrir. Í bréfi sem hinn látni skildi eftir sagðist hann ekki hafa treysta sér til að standa undir þeirri fjölmiðlaumfjöllunsem framundan væri. Mikael Torfason ritstjóri telur NFS hafa sýnt vanstillingu í málinu og ætlar þess vegna ekki að tjá sig við fréttastofuna. Jónas Kristjánsson vændi fréttamenn NFS um sósíalfasisma í viðtali við Ríkisútvarpið. Hann býst ekki við að nein breyting verði á ritstjórnarstefnu blaðsins. Blaðamenn og ritstjórnar blaðsins gagnrýndu að teknar hefðu verið myndir í heimildarleysi inni á blaðinu og verða þær því ekki sýndar óruglaðar. Stjórn Blaðamannafélagsins segir að félagið harmi þann atburð sem leitt hafi til umræðu um vinnubrögð og ritstjórnarstefnu DV. Ritstjóri DV hafi lýst því yfir að blaðið fari eftir eigin siðareglum þótt þær stangist á við siðareglur Blaðamannafélagsins. Þetta sé ótækt og hverjum blaðamanni sé skylt að starfa eftir siðareglum félagsins. Arna Schram segir að fyrir dyrum sé endurskoðun á siðareglunum til að freista þess að ná fram sátt um þær. Það hafi verið ákveðið í fyrra. Ef það takist ekki gæti farið svo að einhver hluti félagsins teldi sig ekki eiga heima innan félagsins. Stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og fjöldi annarra einstaklinga hafa gagnrýnt ritstjórnarstefnu blaðsins harðlega í dag. Lengst gengur Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins sem segist taka undir með þeim sem fullyrði að blaðið hafi drepið mann. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingar spyr sig hvort Jónas Kristjánsson ritstjóri blaðsins muni skrifa nýjan leiðara um hvernig sé að leika guð og vega menn á skálum sannleikans og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra spyr hversu lengi eigendur blaðsins ætli að láta það veitast að varnarlausu fólki á sinn kostnað. Þá hafa formenn allra þingflokka á Alþingi tekið undir ályktanir ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka og biðja ritstjórn DV um að endurskoða ritstjórnarstefnu sína. Deiglan.com heldur úti undirskriftasöfnun á netinu þar sem mótmælt er ritstjórnarstefnu DV sem er sögð óábyrg og skeytingarlaus í umfjöllun um menn og málefni. Ungliðasamtök stjórnmálaflokka, námsmanna og Stúdentaráð Háskóla Íslands höfðu vefsíður sínar lokaðar milli tvö og fjögur í mótmælaskyni við blaðið í dag. Alls höfðu 15.057 skrifað sig á listann. Fréttir Innlent Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Mál málanna í dag hefur verið umfjöllun DV um grunaðan kynferðisbrotamann, sem svipti sig lífi eftir að blaðið hafði samband við hann. Lögreglan á Ísafirði hefur ekki ákveðið hvort rannsókn á meintu kynferðislegu ofbeldi hans gegn tveimur unglingspiltum verði haldið áfram, þótt hann sé látinn. Lögmenn segja rannsókninni þó sjálfhætt samkvæmt íslenskum réttarreglum. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við í dag sögðu að rannsókn málsins væri sjálfhætt samkvæmt íslenskum réttarreglum þar sem maðurinn væri fallinn frá. Lögreglan á Ísafirði sagði hinsvegar að engin ákvörðun lægi fyrir. Í bréfi sem hinn látni skildi eftir sagðist hann ekki hafa treysta sér til að standa undir þeirri fjölmiðlaumfjöllunsem framundan væri. Mikael Torfason ritstjóri telur NFS hafa sýnt vanstillingu í málinu og ætlar þess vegna ekki að tjá sig við fréttastofuna. Jónas Kristjánsson vændi fréttamenn NFS um sósíalfasisma í viðtali við Ríkisútvarpið. Hann býst ekki við að nein breyting verði á ritstjórnarstefnu blaðsins. Blaðamenn og ritstjórnar blaðsins gagnrýndu að teknar hefðu verið myndir í heimildarleysi inni á blaðinu og verða þær því ekki sýndar óruglaðar. Stjórn Blaðamannafélagsins segir að félagið harmi þann atburð sem leitt hafi til umræðu um vinnubrögð og ritstjórnarstefnu DV. Ritstjóri DV hafi lýst því yfir að blaðið fari eftir eigin siðareglum þótt þær stangist á við siðareglur Blaðamannafélagsins. Þetta sé ótækt og hverjum blaðamanni sé skylt að starfa eftir siðareglum félagsins. Arna Schram segir að fyrir dyrum sé endurskoðun á siðareglunum til að freista þess að ná fram sátt um þær. Það hafi verið ákveðið í fyrra. Ef það takist ekki gæti farið svo að einhver hluti félagsins teldi sig ekki eiga heima innan félagsins. Stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og fjöldi annarra einstaklinga hafa gagnrýnt ritstjórnarstefnu blaðsins harðlega í dag. Lengst gengur Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins sem segist taka undir með þeim sem fullyrði að blaðið hafi drepið mann. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingar spyr sig hvort Jónas Kristjánsson ritstjóri blaðsins muni skrifa nýjan leiðara um hvernig sé að leika guð og vega menn á skálum sannleikans og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra spyr hversu lengi eigendur blaðsins ætli að láta það veitast að varnarlausu fólki á sinn kostnað. Þá hafa formenn allra þingflokka á Alþingi tekið undir ályktanir ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka og biðja ritstjórn DV um að endurskoða ritstjórnarstefnu sína. Deiglan.com heldur úti undirskriftasöfnun á netinu þar sem mótmælt er ritstjórnarstefnu DV sem er sögð óábyrg og skeytingarlaus í umfjöllun um menn og málefni. Ungliðasamtök stjórnmálaflokka, námsmanna og Stúdentaráð Háskóla Íslands höfðu vefsíður sínar lokaðar milli tvö og fjögur í mótmælaskyni við blaðið í dag. Alls höfðu 15.057 skrifað sig á listann.
Fréttir Innlent Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira