Innlent

Aukin framlög til þróunaraðstoðar

MYND/AP

Framlög úr ríkissjóði til þróunaraðstoðar verða aukin jafnt og þétt næstu ár. Þetta kemur fram kemur í ársskýrslu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands fyrir árið 2004. Einnig hefur verið ákveðið að stofna til þróunarsamvinnu við tvö lönd til viðbótar við þau fjögur sem stofnunin er þegar í samvinnu við. Á Srí Lanka stendur til að vinna verkefni á sviði sjávarútvegs og í Nikaragúa verður unnið að verkefnum á sviði jarðhitamála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×