Innlent

Öllum brennum á höfuðborgarsvæðinu frestað

MYND/Heiða

Öllum þrettándabrennum sem halda átti á höfuðborgarsvæðinu í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Halda átti átta brennur í á höfuðborgarsvæðinu en eftir fund ábyrgðarmanna brennanna, fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins á svæðinu og Veðurstofunnar með slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og yfirlögregluþjónum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði var þetta sameiginleg niðurstaða. Ákveðið hefur verið funda um málið klukkan tíu í fyrramálið.

Þrettándagleði í Grindavík og á Blönduósi hefur einnig verið frestað og ólíklegt er að þrettándanum verði fagnað á Selfossi en endanleg ákvörðun þar um verður tekin klukkan þrjú í dag. Hins vegar er búist við að kveikt verði í brennum bæði á Ísafirði og Egilsstöðum þar sem veðurhamurinn gengur ekki yfir þar fyrr en í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×