Innlent

SFR undirritar samning við Faxaflóahafnir

MYND/Heiða Helgadóttir

Fyrsti sjálfstæði kjarasamningur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sf. var undirritaður í gær, 5. janúar 2006 í fundarsal hafnarstjórnar. Samningurinn er í öllum meginatriðum sambærilegur nýgerðum kjarasamningi félagsins við Reykjavíkurborg.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á félagsfundi strax eftir helgi og atkvæði verða greidd um samninginn í lok þess fundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×