Erlent

Þrjú lík til viðbótar fundust í skautahöll í Þýskalandi

MYND/AP

Björgunarmenn hafa fundið lík þriggja manna til viðbótar sem létust þegar þak skautahallar í bænum Bad Reichenall í Þýskalandi hrundi undan snjóþunga á mánudag. Alls hafa því fjórtán fundist látnir eftir slysið, flestir þeirra börn og unglingar. Þá er eins enn saknað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×