Innlent

Hafa hundruð milljóna af ökumönnum

Tankar stóru olíufélaganna þriggja í Örfirisey.
Tankar stóru olíufélaganna þriggja í Örfirisey. MYND/Vilhelm

Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir að olíufélögin hafi hækkað álagningu sína um allt að fimmtán prósent þrjá síðustu mánuði nýliðins árs, sem nemi hækkun til neytenda upp á 600 til 700 milljónir króna á ársgrundvelli.

Félagið telur að þær skýringar olíufélaganna, að rekja megi bensínhækkanir í fyrradag til hækkunar á heimsmarkaðsverði, séu fyrirsláttur. Olíufélögin séu hinsvegar sjálf að hækka álagningu sína. Þessu til stuðnings benda þau á heimsmarkaðsverðið eins og það var 10. desember, og verðið hér á landi á sama tíma, og segja að samkvæmt heimsmarkaðsverði núna ætti verðið hér á landi að vera um það bil krónu lægra en það er miðað við heimsmarkaðsverð, ef ekki hafi komið til hækkuð álagning olíufélaganna hér heima.

FÍB hefur borið saman verðsveiflur á heimsmarkaði og í smásölu hér á landi allt síðasta ár og þegar línurit yfir þróun bensínsverðs með fullri þjónustu er skoðað verður ekki betur séð en að álagningin hafi hækkað umtalsvert síðustu þrjá mánuði ársins.

Nánast það sama er uppi á tengingnum þegar bensínverð í sjálfsölu er skoðað - hækkunarlínan er ámóta þrjá síðustu mánuðina. Og heldur FÍB því fram að félögin hafi notað hina miklu uppsveiflu á heimsmarkaði, sem varð í kjörlfar hafmaranna við Mexíkóflóa, og lækkað verðið mun hægar en erlenda lækkunin varð, en hækkað álagningu sína í staðinn. Ef þessi niðurstaða FÍB er rétt, vekur það athygli að öll stóru olíufélögin hafa farið eins að, líkt og á samráðsárunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×