Innlent

Ætla að þjarma að sjóræningjum

Sjávarútvegsráðherra var harðorður í garð svokallaðra hentifánaskipa sem skráð eru í löndum eins og Panama, Beliz, Togo og Cambódíu og stunda ólöglegar veiðar á úthafskarfa á norðvestur Atlantshafi, á reykjaneshrygg og á stundum innan íslenskrar lögsögu. Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í Sjávarútvegsráðuneytinu, skýtur á að þessi hentifánaskip veiði um 20 til 30 þúsund tonn af úthafskarfa á ársgrundvelli og kippi því grundvelli undan ábyrgri fiskveiðistjórnunn á svæðinu sem er í höndum Norðaustur-Atlantshafsnefndarinnar. Brjóta þessar sjóræningjaveiðar í bága við reglur nefndarinnar, hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og tilmæli Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Landhelgisgæslan mun auka eftirlit sitt á árinu með þessum ólöglegu veiðum og umskipun á ólöglegum afla á hafi úti og leið hans á markað. Með aukinni viðveru gæslunnar er ætlunin að fæla hentifánaskipin frá og fá þá sem þau reka til að hugsa sig tvisvar um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×