Innlent

Víðast hvar hálka og hálkublettir

Hálka og hálkublettir eru á vegum víðast hvar um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum en víða hálkublettir á Suðurlandi og Reykjanesi.

Hálkublettir og jafnvel hálka eru á Vesturlandi og á Holtavörðuheiði er skafrenningur auk hálku. Á Vestfjörðum eru Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar ófærar og víðast hálka eða hálkublettir.

Snjóþekja er víða í Húnavatnssýslum en flestir vegir auðir þar fyrir austan. Þá er hálka nokkuð víða á Norðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×