Innlent

Kríum fjölgar um nær helming

Kría á staur.
Kría á staur. MYND/KK

Kríum hefur fjölgað mjög á Seltjarnarnesi hin síðari ár samkvæmt könnun Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Rúmlega 4.500 kríupör eru á Seltjarnarnesi og hefur þeim fjölgað um 43 prósent frá árinu 2003.

Þetta kemur fram á vef Seltjarnarnesbæjar sem og að æðarfuglinn er annar algengasti varpfuglinn á Seltjarnarnesi. Þar er einnig að finna nokkrar andategundir, mófugla og margæsir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×