Innlent

Hlaut varanlegan augnskaða af völdum flugelds

MYND/GVA

Pilturinn sem fékk flugeld í andlitið á Tálknafirði á gamlárskvöld liggur enn á augndeild Landspítalans og mun vera þar næstu daga að sögn vakthafandi læknis. Pilturinn er með töluverða áverka á hægra auga og ljóst er að hann mun ekki fá fulla sjón á því auga aftur. Hann fór í örlitla aðgerð í dag og að sögn læknis er hann óðum að hressast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×