Innlent

Séreignasparnaður skerðir lífeyrisgreiðslur

Séreignarsparnaður er dreginn frá lífeyrisgreiðslum og skerðir tekjutryggingaraukann. Lagabreytingu þarf til að koma í veg fyrir skerðinguna, segir Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjórnar Tryggingastofnunar.

Séreignasparnaður er ekki meðhöndlaður með sama hætti og aðrar lífeyristekjur. Kristinn segir þetta vera vegna þess að lög um almanntryggingar vísa í ákvæði laga um lífeyristryggingar og séreignasparnaðurinn er fyrir utan það. Þegar lífeyrissparnaður er tekinn út þá skerðir hann sumar bætur almannatrygginga tekjutryggingaraukann að fullu. Tryggingastofnun er að fara yfir málið en ljóst er að lagabreytingu þarf til. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður framsóknarflokksins og stjórnarformaður Tryggingastofnuna ríkisins, segir þetta vera réttlætismál.

Kristinn segir jafnframt að því sé verið að skoða áhrif séreigna- og viðbótarsparnaðar á bætur almannatrygginga, ellilífeyri og tekjutengdar bætur. Hann sagði að sú framkvæmd að meðhöndla séreignasparnað með sama hætti og lífeyrisgreiðslur og skyldubundinn lífeyrirssjóð kunni að stangast á við lög um almannatryggingar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×