Innlent

Áramótin gengu að mestu slysalaust fyrir sig.

Áramótin gengu að mestu slysalaust fyrir sig þetta árið og víðast um land segir lögregla áramótin óvenjugóð þetta árið. Maður situr í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík vegna gruns um nauðgun á skemmtistað í Austurborginni. Ungur drengur var fluttur með sjúkraflugi frá Patreksfirði til Reykjavíkur vegna áverka í andliti eftir flugeldaskot.

Hátíðarhöld vegna áramótanna gengu heilt yfir nokkuð vel í nótt og gekk lögreglan á Akureyri jafnvel svo langt að kalla áramótin þau bestu í manna minnum þar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×