Lífið

Rífast um laun og vinsældir

Josh Holloway
Vinsælasti leikari þáttaraðinnar Lost.
Josh Holloway Vinsælasti leikari þáttaraðinnar Lost.

Leikararnir Matthew Fox og Josh Holloway eru íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnir fyrir leik sinn í hinum geysivinsælu Lost þáttum sem Ríkisjónvarpið sýnir á mánudagskvöldum. Þeir voru miklir félagar þegar þættirnir hófust en talast varla við að undanförnu.

Ástæðan mun vera sú að Matthew Fox fékk tveggja milljóna krónu bónus á meðan Holloway fékk ekkert. Þegar þetta komst upp var Holloway brjálaður og segir blaðið InTouch að stutt hefði verið í að slagsmál brytust út á. Þá heldur blaðið því einnig fram að Fox sé fúll yfir því að Holloway sé vinsælasti leikari þáttanna að mati áhorfenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.