Erlent

Mörgæsir aftur til heimkynna sinna

Þær voru frelsinu fegnar og skjögruðu í átt að öldunum.
Þær voru frelsinu fegnar og skjögruðu í átt að öldunum. MYND/AP

49 Magellan mörgæsum var sleppt aftur út í náttúruna eftir að þeim var bjargað úr olíuflekk við strendur Suður-Argentínu í maí. Þær voru frelsinu fegnar þegar þeim var sleppt aftur á kaldri strönd í Patagóníu, með málmhring um löppina til merkingar.

Dýralæknar og dýraverndunarsinnar höfðu þvegið fuglunum endurtekið upp úr sápulegi til að hreinsa fjaðrirnar eftir að fuglarnir lentu í olíumengun en enn hefur ekki fengist upplýst hvar olíulekinn átti upptök sín. Þessi hópur mörgæsa var fyrsti hópurinn af 190 fuglum sem var bjargað úr olíuflekknum í maí, hinum verður sleppt fljótlega líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×