Innlent

Samfylkingin tapar miklu fylgi

Samfylkingin tapar miklu fylgi og mælist með aðeins rúm tuttugu og fjögur prósent, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, en Sjálfstæðisflokkurinn og minni flokkarnir vinna á. Fylgi Samfylkingarinnar upp á 24 prósent er heilum sex prósentustigum undir kjörfylgi í síðustu kosningum, og hið minnsta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum eftir kosningarnar. Hæst mældist Samfylkingin með rúmlega 41 prósent í maí árið 2004. Fylgistapið er mest á landsbyggðinni og meira í röðum karla en kvenna. Sjálfstæðisflokkurinn bætir hinsvegar talsvert við sig frá kosningunum og mælist með rösk 42 prósent. Framsóknarflokkurinn kemst á ný yfir tíu prósentin, en vantar þó talsvert á kjörfylgið, en Vinstri grænir fara töluvert yfir kjörfylgið og mælast með tæp 15 prósent. Frjálslyndir eru aftur að rétta við og fá nú rúm sex prósent. Hringt var í 800 manns, jafn marga karla og konur, og tóku 65 prósent afstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×