Innlent

Fyrsta barn ársins í Reykjavík

Þrjátíu og fjórum mínútum eftir að nýja árið gekk í garð kom fyrsta barn ársins í heiminn. Barnið, sem er drengur, var sextán merkur og fimmtíu og tveir sentimetrar og gekk fæðingin vel. Foreldrar barnsins eru Anna Lilja Stefánsdóttir og Jörgen Ívar Sigurðsson.

Anna Lilja var að vonum glöð er fréttastofan ræddi við hana í morgun og sagði það hafa verið ólýsanlegt að eiga barnið undir þeirri fallegri ljósadýrð sem var úti og fannst henni eins og þjóðin öll væri að samgleðjast fæðingu sonarins. Fyrir eiga þau Anna Lilja og Jörgen Ívar einn tveggja ára son sem enn hefur ekki hitt litla bróður en mun líklega gera það nú rétt eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×