Birgir Tjörvi á villigötum 9. september 2006 17:31 Birgir Tjörvi Pétursson geystist fram á ritvöllinn nýlega og ræddi þróunaraðstoð (“Þróunaraðstoð á villigötum”, Fréttablaðið 9/9). Hann vitnar fjálglega í skýrslu einhvers Williams Easterly sem á að sanna að þróunaraðstoð sé af hinu illa. Markaðsfrelsi bjargi málunum, stuðli að efnahagsþróun fátækra ríkja. Birgi Tjörva finnst furðulegt að menn hafi ekki enn séð þetta skæra frjálshyggjuljós, af einhverjum dularfullum ástæðum trúi sumir enn því að frjáls markaður sé ekki leiðin til fullsælu fátækra ríkja. Kannski er ástæðan einfaldlega sú að veruleikinn er aðeins flóknari en fínu frjálshyggjulíkönin. Þau hæfa best draumaheimi, ekki raunveruleikanum napra. Jeffrey Sachs, sem tímaritið Time telur áhrifamesta hagfræðing vorra tíma, telur þróunarðstoð bráðnauðsynlega. Til dæmis geti vestræn ríki aðstoðað Afríku við að kveða niður malaaríufaraldra en með því móti megi stórefla efnahaginn á þessum suðlægu slóðum. Annar heimsfrægur hagfræðingur, nóbelshafinn Amyarta Sen er ekki ýkja uppveðraður yfir frjálshyggjunni. Hann segir að í Keralafylkinu indverska séu menn betur menntaðir, skæddir og fæddir en annars staðar í þessu mikla ríki og það þótt kommúnistar sem fylkinu stjórna hafi komið þar á hálfsósíalísku hagkerfi. Annar nóbelshafi í hagfræði, Joseph Stiglitz, segir að chilenska tilraunin með frjálshyggju að hætti Chicagoskólans hafi misheppnast. Chile hafi fyrst farið að ganga vel efnahagslega þegar komið var á stýrðu markaðskerfi. Bæta má við að slíkt blandað hagkerfi hefur reynst afarvel víða í þróunarríkjunum. Til dæmis iðnvæddist Suður-Kórea hraðar en nokkuð annað land í sögunni en ríkið þar er mjög umsvifamikið á efnahagsviðinu þar, neyddi meðal annars einkafyrirtæki til að sameinast í risastórar samsteypur, svonefndar chabols. Kína hefur enn eins konar áætlunarkerfi í blandi við markaðshagkerfi og hefur þetta blandaða hagkerfi lyft 400.000.000 manna frá örbirgð til bjargálna. Geri aðrir betur! Fyrir tæpum áratug varð alvarleg fjármálakreppa í Austur-Asíu og Suður-Ameríku. Er skemmst frá því að segja að Austur-Asíuríkin sem gáfu “ráðum” frjálshyggjuhag-“fræðinga” langt nef fóru miklu betur út úr kreppunni en Suður-Ameríkuríkin sem fóru eftir frjálshyggjuhandbókinni. Í lok greinarinnar flytur Birgir Tjörvi hina séríslensku lofgerðarrullu um hinn frjálsa markað. Ekki eitt orð um að hagfræðingar á borð við Stiglitz segja að markaðurinn geti einfaldlega aldrei orðið fyllilega frjáls. Ekki eitt orð um Nýja Sjáland en hagfræðingurinn John Kay segir að hinn róttæka frjálshyggjutilraun Nýsjálendingar hafi stórskaðað efnahagslífið. Ekki eitt einasta orð um þá staðreynd að hagvöxtur var meiri á Vesturlöndum á tímaskeiði ríkisafskipta(1945-1980) en á blómaskeiði frjálshyggjunnar. Ekki bofs um efnahagsvanþróun Bandaríkjanna en hagfræðingar á borð við Paul Krugman segja að meðalkani þéni nú minna á unna klukkustund en fyrir aldarfjórðungi, fyrir daga markaðsvæðingarinnar. Hvernig ætlar Birgir Tjörvi og þessi Rannsóknarmiðstöð hans að skýra þessar staðreyndir? Höfundur er prófessor í heimspeki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Birgir Tjörvi Pétursson geystist fram á ritvöllinn nýlega og ræddi þróunaraðstoð (“Þróunaraðstoð á villigötum”, Fréttablaðið 9/9). Hann vitnar fjálglega í skýrslu einhvers Williams Easterly sem á að sanna að þróunaraðstoð sé af hinu illa. Markaðsfrelsi bjargi málunum, stuðli að efnahagsþróun fátækra ríkja. Birgi Tjörva finnst furðulegt að menn hafi ekki enn séð þetta skæra frjálshyggjuljós, af einhverjum dularfullum ástæðum trúi sumir enn því að frjáls markaður sé ekki leiðin til fullsælu fátækra ríkja. Kannski er ástæðan einfaldlega sú að veruleikinn er aðeins flóknari en fínu frjálshyggjulíkönin. Þau hæfa best draumaheimi, ekki raunveruleikanum napra. Jeffrey Sachs, sem tímaritið Time telur áhrifamesta hagfræðing vorra tíma, telur þróunarðstoð bráðnauðsynlega. Til dæmis geti vestræn ríki aðstoðað Afríku við að kveða niður malaaríufaraldra en með því móti megi stórefla efnahaginn á þessum suðlægu slóðum. Annar heimsfrægur hagfræðingur, nóbelshafinn Amyarta Sen er ekki ýkja uppveðraður yfir frjálshyggjunni. Hann segir að í Keralafylkinu indverska séu menn betur menntaðir, skæddir og fæddir en annars staðar í þessu mikla ríki og það þótt kommúnistar sem fylkinu stjórna hafi komið þar á hálfsósíalísku hagkerfi. Annar nóbelshafi í hagfræði, Joseph Stiglitz, segir að chilenska tilraunin með frjálshyggju að hætti Chicagoskólans hafi misheppnast. Chile hafi fyrst farið að ganga vel efnahagslega þegar komið var á stýrðu markaðskerfi. Bæta má við að slíkt blandað hagkerfi hefur reynst afarvel víða í þróunarríkjunum. Til dæmis iðnvæddist Suður-Kórea hraðar en nokkuð annað land í sögunni en ríkið þar er mjög umsvifamikið á efnahagsviðinu þar, neyddi meðal annars einkafyrirtæki til að sameinast í risastórar samsteypur, svonefndar chabols. Kína hefur enn eins konar áætlunarkerfi í blandi við markaðshagkerfi og hefur þetta blandaða hagkerfi lyft 400.000.000 manna frá örbirgð til bjargálna. Geri aðrir betur! Fyrir tæpum áratug varð alvarleg fjármálakreppa í Austur-Asíu og Suður-Ameríku. Er skemmst frá því að segja að Austur-Asíuríkin sem gáfu “ráðum” frjálshyggjuhag-“fræðinga” langt nef fóru miklu betur út úr kreppunni en Suður-Ameríkuríkin sem fóru eftir frjálshyggjuhandbókinni. Í lok greinarinnar flytur Birgir Tjörvi hina séríslensku lofgerðarrullu um hinn frjálsa markað. Ekki eitt orð um að hagfræðingar á borð við Stiglitz segja að markaðurinn geti einfaldlega aldrei orðið fyllilega frjáls. Ekki eitt orð um Nýja Sjáland en hagfræðingurinn John Kay segir að hinn róttæka frjálshyggjutilraun Nýsjálendingar hafi stórskaðað efnahagslífið. Ekki eitt einasta orð um þá staðreynd að hagvöxtur var meiri á Vesturlöndum á tímaskeiði ríkisafskipta(1945-1980) en á blómaskeiði frjálshyggjunnar. Ekki bofs um efnahagsvanþróun Bandaríkjanna en hagfræðingar á borð við Paul Krugman segja að meðalkani þéni nú minna á unna klukkustund en fyrir aldarfjórðungi, fyrir daga markaðsvæðingarinnar. Hvernig ætlar Birgir Tjörvi og þessi Rannsóknarmiðstöð hans að skýra þessar staðreyndir? Höfundur er prófessor í heimspeki
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar