Birgir Tjörvi á villigötum 9. september 2006 17:31 Birgir Tjörvi Pétursson geystist fram á ritvöllinn nýlega og ræddi þróunaraðstoð (“Þróunaraðstoð á villigötum”, Fréttablaðið 9/9). Hann vitnar fjálglega í skýrslu einhvers Williams Easterly sem á að sanna að þróunaraðstoð sé af hinu illa. Markaðsfrelsi bjargi málunum, stuðli að efnahagsþróun fátækra ríkja. Birgi Tjörva finnst furðulegt að menn hafi ekki enn séð þetta skæra frjálshyggjuljós, af einhverjum dularfullum ástæðum trúi sumir enn því að frjáls markaður sé ekki leiðin til fullsælu fátækra ríkja. Kannski er ástæðan einfaldlega sú að veruleikinn er aðeins flóknari en fínu frjálshyggjulíkönin. Þau hæfa best draumaheimi, ekki raunveruleikanum napra. Jeffrey Sachs, sem tímaritið Time telur áhrifamesta hagfræðing vorra tíma, telur þróunarðstoð bráðnauðsynlega. Til dæmis geti vestræn ríki aðstoðað Afríku við að kveða niður malaaríufaraldra en með því móti megi stórefla efnahaginn á þessum suðlægu slóðum. Annar heimsfrægur hagfræðingur, nóbelshafinn Amyarta Sen er ekki ýkja uppveðraður yfir frjálshyggjunni. Hann segir að í Keralafylkinu indverska séu menn betur menntaðir, skæddir og fæddir en annars staðar í þessu mikla ríki og það þótt kommúnistar sem fylkinu stjórna hafi komið þar á hálfsósíalísku hagkerfi. Annar nóbelshafi í hagfræði, Joseph Stiglitz, segir að chilenska tilraunin með frjálshyggju að hætti Chicagoskólans hafi misheppnast. Chile hafi fyrst farið að ganga vel efnahagslega þegar komið var á stýrðu markaðskerfi. Bæta má við að slíkt blandað hagkerfi hefur reynst afarvel víða í þróunarríkjunum. Til dæmis iðnvæddist Suður-Kórea hraðar en nokkuð annað land í sögunni en ríkið þar er mjög umsvifamikið á efnahagsviðinu þar, neyddi meðal annars einkafyrirtæki til að sameinast í risastórar samsteypur, svonefndar chabols. Kína hefur enn eins konar áætlunarkerfi í blandi við markaðshagkerfi og hefur þetta blandaða hagkerfi lyft 400.000.000 manna frá örbirgð til bjargálna. Geri aðrir betur! Fyrir tæpum áratug varð alvarleg fjármálakreppa í Austur-Asíu og Suður-Ameríku. Er skemmst frá því að segja að Austur-Asíuríkin sem gáfu “ráðum” frjálshyggjuhag-“fræðinga” langt nef fóru miklu betur út úr kreppunni en Suður-Ameríkuríkin sem fóru eftir frjálshyggjuhandbókinni. Í lok greinarinnar flytur Birgir Tjörvi hina séríslensku lofgerðarrullu um hinn frjálsa markað. Ekki eitt orð um að hagfræðingar á borð við Stiglitz segja að markaðurinn geti einfaldlega aldrei orðið fyllilega frjáls. Ekki eitt orð um Nýja Sjáland en hagfræðingurinn John Kay segir að hinn róttæka frjálshyggjutilraun Nýsjálendingar hafi stórskaðað efnahagslífið. Ekki eitt einasta orð um þá staðreynd að hagvöxtur var meiri á Vesturlöndum á tímaskeiði ríkisafskipta(1945-1980) en á blómaskeiði frjálshyggjunnar. Ekki bofs um efnahagsvanþróun Bandaríkjanna en hagfræðingar á borð við Paul Krugman segja að meðalkani þéni nú minna á unna klukkustund en fyrir aldarfjórðungi, fyrir daga markaðsvæðingarinnar. Hvernig ætlar Birgir Tjörvi og þessi Rannsóknarmiðstöð hans að skýra þessar staðreyndir? Höfundur er prófessor í heimspeki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Birgir Tjörvi Pétursson geystist fram á ritvöllinn nýlega og ræddi þróunaraðstoð (“Þróunaraðstoð á villigötum”, Fréttablaðið 9/9). Hann vitnar fjálglega í skýrslu einhvers Williams Easterly sem á að sanna að þróunaraðstoð sé af hinu illa. Markaðsfrelsi bjargi málunum, stuðli að efnahagsþróun fátækra ríkja. Birgi Tjörva finnst furðulegt að menn hafi ekki enn séð þetta skæra frjálshyggjuljós, af einhverjum dularfullum ástæðum trúi sumir enn því að frjáls markaður sé ekki leiðin til fullsælu fátækra ríkja. Kannski er ástæðan einfaldlega sú að veruleikinn er aðeins flóknari en fínu frjálshyggjulíkönin. Þau hæfa best draumaheimi, ekki raunveruleikanum napra. Jeffrey Sachs, sem tímaritið Time telur áhrifamesta hagfræðing vorra tíma, telur þróunarðstoð bráðnauðsynlega. Til dæmis geti vestræn ríki aðstoðað Afríku við að kveða niður malaaríufaraldra en með því móti megi stórefla efnahaginn á þessum suðlægu slóðum. Annar heimsfrægur hagfræðingur, nóbelshafinn Amyarta Sen er ekki ýkja uppveðraður yfir frjálshyggjunni. Hann segir að í Keralafylkinu indverska séu menn betur menntaðir, skæddir og fæddir en annars staðar í þessu mikla ríki og það þótt kommúnistar sem fylkinu stjórna hafi komið þar á hálfsósíalísku hagkerfi. Annar nóbelshafi í hagfræði, Joseph Stiglitz, segir að chilenska tilraunin með frjálshyggju að hætti Chicagoskólans hafi misheppnast. Chile hafi fyrst farið að ganga vel efnahagslega þegar komið var á stýrðu markaðskerfi. Bæta má við að slíkt blandað hagkerfi hefur reynst afarvel víða í þróunarríkjunum. Til dæmis iðnvæddist Suður-Kórea hraðar en nokkuð annað land í sögunni en ríkið þar er mjög umsvifamikið á efnahagsviðinu þar, neyddi meðal annars einkafyrirtæki til að sameinast í risastórar samsteypur, svonefndar chabols. Kína hefur enn eins konar áætlunarkerfi í blandi við markaðshagkerfi og hefur þetta blandaða hagkerfi lyft 400.000.000 manna frá örbirgð til bjargálna. Geri aðrir betur! Fyrir tæpum áratug varð alvarleg fjármálakreppa í Austur-Asíu og Suður-Ameríku. Er skemmst frá því að segja að Austur-Asíuríkin sem gáfu “ráðum” frjálshyggjuhag-“fræðinga” langt nef fóru miklu betur út úr kreppunni en Suður-Ameríkuríkin sem fóru eftir frjálshyggjuhandbókinni. Í lok greinarinnar flytur Birgir Tjörvi hina séríslensku lofgerðarrullu um hinn frjálsa markað. Ekki eitt orð um að hagfræðingar á borð við Stiglitz segja að markaðurinn geti einfaldlega aldrei orðið fyllilega frjáls. Ekki eitt orð um Nýja Sjáland en hagfræðingurinn John Kay segir að hinn róttæka frjálshyggjutilraun Nýsjálendingar hafi stórskaðað efnahagslífið. Ekki eitt einasta orð um þá staðreynd að hagvöxtur var meiri á Vesturlöndum á tímaskeiði ríkisafskipta(1945-1980) en á blómaskeiði frjálshyggjunnar. Ekki bofs um efnahagsvanþróun Bandaríkjanna en hagfræðingar á borð við Paul Krugman segja að meðalkani þéni nú minna á unna klukkustund en fyrir aldarfjórðungi, fyrir daga markaðsvæðingarinnar. Hvernig ætlar Birgir Tjörvi og þessi Rannsóknarmiðstöð hans að skýra þessar staðreyndir? Höfundur er prófessor í heimspeki
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun