Erlent

Kalt bað í Tokyo

Það er víðar kalt en á Íslandi þessa dagana en sumir láta hins vegar kuldabola ekkert á sig fá.

Þannig létu tvær tylftir Japana sig ekki muna um að bregða sér í bað í þriggja gráðu kaldri laug við sjintó-hof í Tókýó í dag. Bænagjörð og trumbusláttur virðist hafa blásið Japönunum kapp í kinn því þeir busluðu í lauginni í dágóða stund og skemmtu sér vel.

Hvort athöfnin hreinsi andann og endurnýi líkamann eins og sjintóistar trúa skal ósagt látið, en hún virðist í það minnsta afar hressandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×