Innlent

Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ

Prófkjör verður haldið í dag hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ vegna sveitastjórnakosninga í vor. Aðeins tveir bjóða sig fram í fyrsta sæti en það eru  Erling Ásgeirsson og Páll Hilmarsson. Tólf eru í framboði í sjö sæti sem kosið er um á listanum. Í annað sæti býður sig fram Laufey Jóhannsdóttir forseti bæjarstjórnar, Ingibjörg Hauksdóttir býður sig fram í fyrsta til fjórða sæti og Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir býður sig fram í annað til þriðja sætið. Allir fullgildir meðlimir sjálfstæðisfélaga í Garðabæ er heimil þátttaka í prófkjörinu.

Kosning  fer fram  í félagsheimili sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ frá klukkan 10 í dag til klukkan 6 í kvöld  að Garðatorgi 7.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×