Þróa nýtt lyf við astma 26. júní 2006 12:30 Allt útlit er fyrir að nýtt lyf við astma komi á markað innan fárra ára. Þróun lyfsins er komin langt á veg en lyfið hefur jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist astma en er þó ekki steralyf. Íslensk erfðagreining hóf lyfjaprófanir á tilraunalyfi við astma í maí 2005 í samstarfi við erlent lyfjafyrirtæki sem upphaflega þróaði lyfið við öðrum sjúkdómi. Lyfið, sem kallast CEP-1347, hefur áhrif á meingen sem vísindamenn íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að gegnir mikilvægu hlutverki í myndun astma. 160 sjúklingar tóku þátt í prófunum Íslenskrar erfðagreiningar og eru helstu niðurstöður þær að lyfið virðist öruggt og þolast vel og hafði meðal annars jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist alvarleika astma og bólgum í líkamanum. Astmi er algengasti langvinni sjúkdómurinn í börnum og ungu fólki og er tíðni hans í iðnvæddum löndum á bilinu 10-30 prósent. Sjúkdómurinn er langvinnur bólgusjúkdómur í lungum og öndunarfærum og orsakast af óeðlilegu og ýktu svari ónæmiskerfisins við utanaðkomandi áreiti. Hjá sumum sjúklingum einkennist sjúkdómurinn af tiltölulega mildum hósta en í alvarlegri tilfellum geta astmaköst verið lífshættuleg því öndunarvegurinn lokast nær alveg. Virkasta meðferðin við astma fram að þessu hefur verið notkun steralyfja. Þau geta hins vegar valdið alvarlegum aukaverkunum og hefur eitt helsta markmið nýrra meðferðarúrræða við astma verið að finna leiðir til að minnka bólgur í öndunarvegi án notkunar steralyfja. Niðurstöðurnar nú benda til þess CEP-1347 gæti verið lausnin sem menn hafa leitað að. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Allt útlit er fyrir að nýtt lyf við astma komi á markað innan fárra ára. Þróun lyfsins er komin langt á veg en lyfið hefur jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist astma en er þó ekki steralyf. Íslensk erfðagreining hóf lyfjaprófanir á tilraunalyfi við astma í maí 2005 í samstarfi við erlent lyfjafyrirtæki sem upphaflega þróaði lyfið við öðrum sjúkdómi. Lyfið, sem kallast CEP-1347, hefur áhrif á meingen sem vísindamenn íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að gegnir mikilvægu hlutverki í myndun astma. 160 sjúklingar tóku þátt í prófunum Íslenskrar erfðagreiningar og eru helstu niðurstöður þær að lyfið virðist öruggt og þolast vel og hafði meðal annars jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist alvarleika astma og bólgum í líkamanum. Astmi er algengasti langvinni sjúkdómurinn í börnum og ungu fólki og er tíðni hans í iðnvæddum löndum á bilinu 10-30 prósent. Sjúkdómurinn er langvinnur bólgusjúkdómur í lungum og öndunarfærum og orsakast af óeðlilegu og ýktu svari ónæmiskerfisins við utanaðkomandi áreiti. Hjá sumum sjúklingum einkennist sjúkdómurinn af tiltölulega mildum hósta en í alvarlegri tilfellum geta astmaköst verið lífshættuleg því öndunarvegurinn lokast nær alveg. Virkasta meðferðin við astma fram að þessu hefur verið notkun steralyfja. Þau geta hins vegar valdið alvarlegum aukaverkunum og hefur eitt helsta markmið nýrra meðferðarúrræða við astma verið að finna leiðir til að minnka bólgur í öndunarvegi án notkunar steralyfja. Niðurstöðurnar nú benda til þess CEP-1347 gæti verið lausnin sem menn hafa leitað að.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira