Þróa nýtt lyf við astma 26. júní 2006 12:30 Allt útlit er fyrir að nýtt lyf við astma komi á markað innan fárra ára. Þróun lyfsins er komin langt á veg en lyfið hefur jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist astma en er þó ekki steralyf. Íslensk erfðagreining hóf lyfjaprófanir á tilraunalyfi við astma í maí 2005 í samstarfi við erlent lyfjafyrirtæki sem upphaflega þróaði lyfið við öðrum sjúkdómi. Lyfið, sem kallast CEP-1347, hefur áhrif á meingen sem vísindamenn íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að gegnir mikilvægu hlutverki í myndun astma. 160 sjúklingar tóku þátt í prófunum Íslenskrar erfðagreiningar og eru helstu niðurstöður þær að lyfið virðist öruggt og þolast vel og hafði meðal annars jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist alvarleika astma og bólgum í líkamanum. Astmi er algengasti langvinni sjúkdómurinn í börnum og ungu fólki og er tíðni hans í iðnvæddum löndum á bilinu 10-30 prósent. Sjúkdómurinn er langvinnur bólgusjúkdómur í lungum og öndunarfærum og orsakast af óeðlilegu og ýktu svari ónæmiskerfisins við utanaðkomandi áreiti. Hjá sumum sjúklingum einkennist sjúkdómurinn af tiltölulega mildum hósta en í alvarlegri tilfellum geta astmaköst verið lífshættuleg því öndunarvegurinn lokast nær alveg. Virkasta meðferðin við astma fram að þessu hefur verið notkun steralyfja. Þau geta hins vegar valdið alvarlegum aukaverkunum og hefur eitt helsta markmið nýrra meðferðarúrræða við astma verið að finna leiðir til að minnka bólgur í öndunarvegi án notkunar steralyfja. Niðurstöðurnar nú benda til þess CEP-1347 gæti verið lausnin sem menn hafa leitað að. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Allt útlit er fyrir að nýtt lyf við astma komi á markað innan fárra ára. Þróun lyfsins er komin langt á veg en lyfið hefur jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist astma en er þó ekki steralyf. Íslensk erfðagreining hóf lyfjaprófanir á tilraunalyfi við astma í maí 2005 í samstarfi við erlent lyfjafyrirtæki sem upphaflega þróaði lyfið við öðrum sjúkdómi. Lyfið, sem kallast CEP-1347, hefur áhrif á meingen sem vísindamenn íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að gegnir mikilvægu hlutverki í myndun astma. 160 sjúklingar tóku þátt í prófunum Íslenskrar erfðagreiningar og eru helstu niðurstöður þær að lyfið virðist öruggt og þolast vel og hafði meðal annars jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist alvarleika astma og bólgum í líkamanum. Astmi er algengasti langvinni sjúkdómurinn í börnum og ungu fólki og er tíðni hans í iðnvæddum löndum á bilinu 10-30 prósent. Sjúkdómurinn er langvinnur bólgusjúkdómur í lungum og öndunarfærum og orsakast af óeðlilegu og ýktu svari ónæmiskerfisins við utanaðkomandi áreiti. Hjá sumum sjúklingum einkennist sjúkdómurinn af tiltölulega mildum hósta en í alvarlegri tilfellum geta astmaköst verið lífshættuleg því öndunarvegurinn lokast nær alveg. Virkasta meðferðin við astma fram að þessu hefur verið notkun steralyfja. Þau geta hins vegar valdið alvarlegum aukaverkunum og hefur eitt helsta markmið nýrra meðferðarúrræða við astma verið að finna leiðir til að minnka bólgur í öndunarvegi án notkunar steralyfja. Niðurstöðurnar nú benda til þess CEP-1347 gæti verið lausnin sem menn hafa leitað að.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira