Þróa nýtt lyf við astma 26. júní 2006 12:30 Allt útlit er fyrir að nýtt lyf við astma komi á markað innan fárra ára. Þróun lyfsins er komin langt á veg en lyfið hefur jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist astma en er þó ekki steralyf. Íslensk erfðagreining hóf lyfjaprófanir á tilraunalyfi við astma í maí 2005 í samstarfi við erlent lyfjafyrirtæki sem upphaflega þróaði lyfið við öðrum sjúkdómi. Lyfið, sem kallast CEP-1347, hefur áhrif á meingen sem vísindamenn íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að gegnir mikilvægu hlutverki í myndun astma. 160 sjúklingar tóku þátt í prófunum Íslenskrar erfðagreiningar og eru helstu niðurstöður þær að lyfið virðist öruggt og þolast vel og hafði meðal annars jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist alvarleika astma og bólgum í líkamanum. Astmi er algengasti langvinni sjúkdómurinn í börnum og ungu fólki og er tíðni hans í iðnvæddum löndum á bilinu 10-30 prósent. Sjúkdómurinn er langvinnur bólgusjúkdómur í lungum og öndunarfærum og orsakast af óeðlilegu og ýktu svari ónæmiskerfisins við utanaðkomandi áreiti. Hjá sumum sjúklingum einkennist sjúkdómurinn af tiltölulega mildum hósta en í alvarlegri tilfellum geta astmaköst verið lífshættuleg því öndunarvegurinn lokast nær alveg. Virkasta meðferðin við astma fram að þessu hefur verið notkun steralyfja. Þau geta hins vegar valdið alvarlegum aukaverkunum og hefur eitt helsta markmið nýrra meðferðarúrræða við astma verið að finna leiðir til að minnka bólgur í öndunarvegi án notkunar steralyfja. Niðurstöðurnar nú benda til þess CEP-1347 gæti verið lausnin sem menn hafa leitað að. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Allt útlit er fyrir að nýtt lyf við astma komi á markað innan fárra ára. Þróun lyfsins er komin langt á veg en lyfið hefur jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist astma en er þó ekki steralyf. Íslensk erfðagreining hóf lyfjaprófanir á tilraunalyfi við astma í maí 2005 í samstarfi við erlent lyfjafyrirtæki sem upphaflega þróaði lyfið við öðrum sjúkdómi. Lyfið, sem kallast CEP-1347, hefur áhrif á meingen sem vísindamenn íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að gegnir mikilvægu hlutverki í myndun astma. 160 sjúklingar tóku þátt í prófunum Íslenskrar erfðagreiningar og eru helstu niðurstöður þær að lyfið virðist öruggt og þolast vel og hafði meðal annars jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist alvarleika astma og bólgum í líkamanum. Astmi er algengasti langvinni sjúkdómurinn í börnum og ungu fólki og er tíðni hans í iðnvæddum löndum á bilinu 10-30 prósent. Sjúkdómurinn er langvinnur bólgusjúkdómur í lungum og öndunarfærum og orsakast af óeðlilegu og ýktu svari ónæmiskerfisins við utanaðkomandi áreiti. Hjá sumum sjúklingum einkennist sjúkdómurinn af tiltölulega mildum hósta en í alvarlegri tilfellum geta astmaköst verið lífshættuleg því öndunarvegurinn lokast nær alveg. Virkasta meðferðin við astma fram að þessu hefur verið notkun steralyfja. Þau geta hins vegar valdið alvarlegum aukaverkunum og hefur eitt helsta markmið nýrra meðferðarúrræða við astma verið að finna leiðir til að minnka bólgur í öndunarvegi án notkunar steralyfja. Niðurstöðurnar nú benda til þess CEP-1347 gæti verið lausnin sem menn hafa leitað að.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira