Erlent

Ban líklegasti arftaki Annans

Utanríkisráðherra Kóreu Ban Ki-moon
Utanríkisráðherra Kóreu Ban Ki-moon MYND/AP

Utanríkisráðherra Suður Kóreu, Ban Ki-moon, þykir líklegastur til að taka við af Kofi Annan sem framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna um áramótin.

Í óformlegri kosningu öryggisráðsins var Ban Ki-moon sá eini hinna sex frambjóðenda sem naut stuðnings allra fimm fastafulltúanna. Kosningin er ekki bindandi og mun formleg kosning um eftirmann Annans fara fram 9. október n.k.

Fréttaskýrendur telja þó ólíklegt að Ban nái ekki kjöri þá. Ban sagði AP fréttastofunni að hann væri mjög ánægður með kosningu öryggisráðsins. Hann hefði fyrst dreymt um að verða stjórnarerindreki árið 1962 þegar hann hitti John F Kennedy fv. forseta í Hvíta húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×