Erlent

Hundasirkus í Hong Kong

Hundar úr japanska hundasirkusnum.
Hundar úr japanska hundasirkusnum. MYND/AP

10 hæfileikaríkir japanskir hundar skemmtu áhorfendum í Hong Kong í dag í tilefni þess að ár hundsins gengur í garð á sunnudag samkvæmt kínverska tímatalinu.

Þessir hundar koma úr japönskum hundasirkus sem stofnaður var árið 1955. Flestir voru þeir flækingshundar sem hafa síðan verið þjálfaðir í línudansi, sippi og loftfimleikum svo eitthvað sé nefnt.

Sirkusinn er sagður sá eini sinnar tegundar í heiminum en í honum eru 100 hundar. Hundarnir tíu sem skemmta nú í Hong Kong, gestum og gangandi til mikillar ánægju, komust í Heimsmetabók Guinness fyrir nokkru þegar þeim og þjálfurum þeirra tókst að sippa 24 sinnum viðstöðulaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×