Innlent

Styðja formann og framkvæmdastjórn

Sigursteinn Másson var kjörinn formaður á síðasta aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands.
Sigursteinn Másson var kjörinn formaður á síðasta aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands. MYND/Vilhelm

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir fullum stuðningi við formann og framkvæmdastjórn félagsins. Aðalstjórnin kom saman til fundar í kvöld og ræddi þar meðal annars uppsögn Arnþórs Helgasonar fyrrum framkvæmdastjóra ÖBÍ.

Stuðningsyfirlýsing við stjórnina var samþykkt samhljóða á fundinum í kvöld. Þar segir meðal annars að aðalstjórnin vætnir þess að nýjar áherslur formanns og framkvæmdastjórnar verði félagsmönnum öllum til framdráttar. Þá er Arnþóri þakkað óeigingjarnt starf hans í þágu öryrkja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×