Útbreidd reiði vegna skrifa DV 12. janúar 2006 19:24 Eigendur Bónusverslananna fjarlægðu auglýsingar um DV úr verslunum í dag vegna umræðu um sjálfsvíg manns sem var til umfjöllunar á forsíðu og í fréttum blaðsins. Þá hvetja Samtök auglýsenda alla auglýsendur til að sniðganga blaðið og þingmaður Sjálfstæðisflokksins undirbýr frumvarp um bætta réttarstöðu þolenda í meiðyrðamálum og aukna vernd fyrir friðhelgi einkalífsins. Baugur á 28 prósent í Dagsbrún sem á DV. Stjórn Dagsbrúnar kemur saman í fyrramálið til að ræða umræðu um DV og þrýsting á eigendur um að skipta sér af ritstjórnarstefnunni. Sigurður Kári Kristjánsson hefur samið lagafrumvarp sem kveður á um breytingar á hegningarlögum og skaðabótalögum og felur í sér aukna vernd á friðhelgi einkalífs og ríkari skaðabótarétt þolenda í slíkum málum. Til að mynda er kveðið á um að bótafjárhæð skuli hafa verulega fjárhagslega þýðingu fyrir greiðandann. Hann telur víðtækan stuðning við málið í þjóðfélaginu ekki síst í ljósi atburða síðustu daga. Samtök auglýsenda sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem segir að það sé skaðlegt fyrir ímynd auglýsenda að auglýsa í blaðinu. Auglýsendur eru hvattir til að sniðganga blaðið þar til stjórnendur þess færi siðareglur þess til samræmis við siðareglur Blaðamannafélagsins. Gunnar Lárus Hjálmarsson betur þekktur sem, doktor Gunni, sem var blaðamaður og pistlahöfundur DV í hjáverkum á menningarsíðum blaðsins hætti alfarið störfum fyrir blaðið í gær en hann segist hafa verið ósáttur við ritstjórnarstefnu blaðsins. Það komi einfaldlega að því að menn verði að gera upp við sig, hvað sé rétt og hvað sé rangt. Hallgrímur Helgason einn vinsælasti pistlahöfundur DV segist segist sleginn yfir þessum síðustu tíðindum. Hann hafi þó ekki tekið neina ákvörðun um að hætta heldur ætli sér að hugsa málið. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Eigendur Bónusverslananna fjarlægðu auglýsingar um DV úr verslunum í dag vegna umræðu um sjálfsvíg manns sem var til umfjöllunar á forsíðu og í fréttum blaðsins. Þá hvetja Samtök auglýsenda alla auglýsendur til að sniðganga blaðið og þingmaður Sjálfstæðisflokksins undirbýr frumvarp um bætta réttarstöðu þolenda í meiðyrðamálum og aukna vernd fyrir friðhelgi einkalífsins. Baugur á 28 prósent í Dagsbrún sem á DV. Stjórn Dagsbrúnar kemur saman í fyrramálið til að ræða umræðu um DV og þrýsting á eigendur um að skipta sér af ritstjórnarstefnunni. Sigurður Kári Kristjánsson hefur samið lagafrumvarp sem kveður á um breytingar á hegningarlögum og skaðabótalögum og felur í sér aukna vernd á friðhelgi einkalífs og ríkari skaðabótarétt þolenda í slíkum málum. Til að mynda er kveðið á um að bótafjárhæð skuli hafa verulega fjárhagslega þýðingu fyrir greiðandann. Hann telur víðtækan stuðning við málið í þjóðfélaginu ekki síst í ljósi atburða síðustu daga. Samtök auglýsenda sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem segir að það sé skaðlegt fyrir ímynd auglýsenda að auglýsa í blaðinu. Auglýsendur eru hvattir til að sniðganga blaðið þar til stjórnendur þess færi siðareglur þess til samræmis við siðareglur Blaðamannafélagsins. Gunnar Lárus Hjálmarsson betur þekktur sem, doktor Gunni, sem var blaðamaður og pistlahöfundur DV í hjáverkum á menningarsíðum blaðsins hætti alfarið störfum fyrir blaðið í gær en hann segist hafa verið ósáttur við ritstjórnarstefnu blaðsins. Það komi einfaldlega að því að menn verði að gera upp við sig, hvað sé rétt og hvað sé rangt. Hallgrímur Helgason einn vinsælasti pistlahöfundur DV segist segist sleginn yfir þessum síðustu tíðindum. Hann hafi þó ekki tekið neina ákvörðun um að hætta heldur ætli sér að hugsa málið.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira