Innlent

Reyndu tvisvar að kaupa DV

Björgólfsfeðgar hafa í tvígang falast eftir því að kaupa DV, út úr fjölmiðlasamsteypu 365, í því skyni að leggja blaðið niður. Feðgunum líkaði ekki umfjöllun blaðsins um þeirra nánustu.

DV er hluti fjölmiðlasamsteypunnar 365, eins og Fréttablaðið, Stöð tvö og NFS. - Allt saman í eigu móðurfélagsins Dagsbrúnar, - þar sem Baugur ræður mestu, - en Landsbankinn á líka lítinn hlut í Dagsbrún.

Um helgina hittust ýmsir helstu forkólfar í íslensku viðskiptalífi til að ganga frá tugmilljarða viðskiptum með bréf í Íslandsbanka.

Þá ámálgaði Björgólfur Thor Björgólfsson við Jón Ásgeir Jóhannesson, að hann keypti DV.

Hið fyrra skipti var - eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær, -skömmu fyrir jól, en þá setti Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, sig í samband við flesta aðal- og varamenn í stjórn Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, þegar honum ofbuðu - það sem hann leit á sem svæsnar innrásir DV, -í einkalíf sitt og fjölskyldunnar. Þetta voru meðal annars fréttir DV um Þóru eiginkonu Björgólfs og fyrra hjónaband hennar í Ameríku, -soninn Björgólf Thor og nýfætt afabarnið. Undir hendinni hafði hann möppu með úrklippum úr DV, máli sínu til stuðnings. Tilgangur Björgólfs var meðal annars að kanna hvort vilji væri meðal annarra eiganda Dagsbrúnar, til að hætta útgáfu DV, -og ef menn vildu ekki slá blaðið af, - að skipta í það minnsta um ritstjóra.

Björgólfur Guðmundsson gekk einnig á fund Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs í sömu erindagjörðum.

Tilgangur Björgólfsfeðga með kaupunum hefði verið, -hefði þetta gegnið eftir, -að leggja blaðið niður. Í hvorugu tilfellinu, -hvorki þegar Björgólfur Guðmundsson eða þegar Björgólfur Thor hittu Jón Ásgeir, - var nokkuð rætt um verð, - öllum viðræðum um kaup þeirra feðga á DV var strax






Fleiri fréttir

Sjá meira


×