Innlent

Ákveðið með matsmenn á tölvugögnum í Baugsmálinu

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur MYND/Valli

Fallið var frá mótmælum af hálfu verjenda í Baugsmálinu þegar ákveðið var í Hérasdómi Reykjavíkur í dag hverjir yrðu matsmenn á tölvugögnum í málinu. Dómari tók ákvörðun um hverjir yrðu dómkvaddir. Þeir Halldór Kristjánsson, hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni og Hjörleifur Kristinsson, hjá Opnum kerfum, kanna gögnin og fara meðal annars yfir hvort að útprentunir svari til þeirra rafrænu skjala sem handlögð voru. Óskað var eftir því að þeir kláruðu sín störf fyrir 23.febrúar næstkomandi. Ekki liggur enn fyrir hvenær boðað verður til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ákæruliðanna átta sem eftir standa í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×