Innlent

12 slökkviliðsmenn að störfum við Hellisheiðarvirkjun

Slökkviliðsmenn eru enn að störfum við að hreinsa upp saltpéturssýru sem lak niður í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar í morgun, enda er magnið mikið: um 1 tonn, að því er áætlað er. Búist er við að þeir verði þar í allan dag. Ekki er vitað hvað gerðist en það verður rannsakað þegar allt hefur verið hreinsað upp. Ekki er hætta á ferðum fyrir almenna vegfarendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×