Erlent

Öflugur jarðskjálfti og flóðbylgjuviðvörun við Samóa-eyjar

Öflugur jarðskjálfti upp á 7 á Richter varð við Samóa-eyjar klukkan 5:20 í morgun að íslenskum tíma. Gefin hefur verið út flóðbylgjuviðvörun þar sem vatnsyfirborð hefur hækkað. Jarðskjálftinn varð á milli Tonga-eyja og Amerísku Samóaeyja og átti upptök sín um 43 kílómetra undir sjávarbotninum.

Þaðan eru 195 kílómetrar að ströndum Tonga-eyja og 290 kílómetrar að ströndu Amerísku-Samóaeyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×