Sport

FH getur tryggt sér titilinn

Nú var að hefjast leikur FH og Breiðabliks í landsbankadeildinni. Það lítur úr fyrir að Marel Baldvinsson hafi leikið sinn síðasta leik á Íslandi í bili. Því hann er ekki í leikmannahópi Breiðabliks í dag en hann er nýbúinn að skrifa undir samning við Molde í Noregi. Boltavakt Vísis er að sjálfsögðu á vellinum með líflega lýsingu. Leikurinn er einnig í beinni á Sýn.

 

FH getur orðið Íslandsmeistari þriðja skiptið í röð fari svo að þeir sigri Blika og Valur tapi stigum gegn Fylki í Árbænum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×