Innlent

Hlaut fullt hús stiga

Eiður Smári Guðjohnsen var kjörinn íþróttamaður ársins við hátíðlega athöfn á Grand Hótel rétt í þessu. Eiður Smári fékk fullt hús stiga í kjörinu en í öðru sæti var handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson og Ásthildur Helgadóttir, knattspyrnukona varð í þriðja sæti. Þetta er annað árið í röð sem Eiður Smári hlýtur titilinn en hann þykir einn fremsti knattspyrnumaður landsins. Eiður Smári er fyrirliði íslenska landsliðsins og spilar með knattspyrnuliði Chelsea á Englandi. Eiður Smári hefur ákveðið að láta verðlaunafé sitt renna til Einstakra barna.

Eiður Smári hlaut fullt hús stiga, 460 stig en alls hlutu 29 íþróttamenn stig. Það voru samtök íþróttafréttamanna sem stóðu að valinu en þetta var í 50. sinn sem íþróttamaður ársins var krýndur af samtökunum.

Eftirtaldir iþróttamenn hlutu stig:

1. Eiður Smári Guðjohnsen 460

2. Guðjón Valur Sigurðsson 287

3. Ásthildur Helgadóttir 203

4. Jón Arnór Stefánsson 131

5. Þóra Helgadóttir 78

6. Gunnar Heiðar Þorvaldsson 72

7. Hermann Hreiðarsson 71

8. Ólöf María Jónsdóttir 58

9. Snorri Steinn Guðjónsson 46

10. Jakob Jóhann Sveinsson 37

11. Róbert Gunnarsson 34

12-13. Jón Oddur Halldórsson 29

12-13 Sigurður Sigurðarson 29

14. Birgir Leifur Hafþórsson 25

15. Þórey Edda Elísdóttir 21

16. Árni Gautur Arason 19

17. Björn Þorleifsson 16

18. Heiðar Davíð Bragason 12

19. Ólafur Stefánsson 11

20. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir 10

21. Arnar Sigurðsson 7

22-24. Margrét Lára Viðarsdóttir 4

22-24. Ragnhildur Sigurðardóttir 4

22-24. Þormóður Jónsson 4

25-26. Björgvin Björgvinsson 3

25-26. Kristín Rós Hákonardóttir 3

27-28. Berglind Hansdóttir 2

27-28. Gréta Mjöll Samúelsdóttir 2

29. Grétar Rafn Steinsson 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×